
Pabbi er að vinna mikið. Ég sé hann stundum ekkert á daginn. Hann kemur jafnvel ekki heim fyrr en ég er farinn að hátta og þá þarf að líða annar dagur þar til ég sé hann. 'Eg sakna hans svolítið mikið og þegar hann kemur heim þá má ég ekki sjá af honum.
Annars fer afskaplega vel um okkur mömmu. Ég er farinn að sofa einu sinni á dag núna, frá 13-16 og það er rosalega gott að lúlla þannig. þá er ég sprækur til átta sem er háttatími á kvöldin.
Hlakka til í kvöld. Þórhalla móða, Lalli, Sylvía og HJörtur Smári eru að koma í smá heimsókn. Hlakka mikið til. Sylvía er sko besta frænka í heimi, hún er svo skemmtileg, og Hjörtur er svo stór og klár! Ætla sko að lúlla vel í dag til að vera hress og ferskur/sprækur (skæruliði) þegar þau koma :o)
