föstudagur, febrúar 29, 2008
þriðjudagur, febrúar 26, 2008

þriðjudagur, febrúar 19, 2008
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Héðan er allt gott að frétta. Gaman í skólanum, hress og hraustur, þægur og fullur af skemmtilegum sögum sem kannski ekki alltaf eru sannar. Líkist afa mínum, frænda mínum og öllum frændum úr ömmuætt með þetta að sögurnar eru litskrúðugar og já ekki sannar :o)
Það var byrjað á íþróttaskólanum í gær - var ekki alveg eins gaman og sl laugardag þar sem við vorum bara í leikjum núna, mér finnst miklu skemmtilegra að fara í þrautahringinn! vonandi er svoleiðis næstu viku. Þá verður mamma mín reyndar að vinna og pabbi fer með mér.
Og eftir íþróttaskólann fórum við í sveitina á Icecross þar sem Sylvía besta frænka var að keppa. Hún bauð mér að sitja hjá sér en ég vildi það ekki. Gaf þá skýringu að ég hefði setið á grænu mótorhjóli, dottið og fengið plástur. Þegar afi spurði hver hefði átt hjólið, "ég á hjólið" svo var það ekki meira rætt af minni hálfu.
Eins þegar ég benti á pilsnerinn hennar ömmu, "oj" og hún spyr mig hvernig ég viti það " ég hef sko smakkað þetta í skólanum..." útrætt...
En það var svakalega gaman að sjá hjólin og ég öskraði af spenningi þegar startið var og svo snérist ég bara í hringi því það voru hjól allstaðar og ég var ekkert hræddur við þau þó þau væru í gangi. En ég vildi samt ekki setjast á. En þetta er samt skref í rétta átt!!
Mamma fór með afa að horntaka í fjárhúsunum, á meðan var ég í góðu yfirlæti hjá ömmu minni, ég nýt þessa stunda út í ystu!
Og í gærkveldi á leiðinni heim til Akureyrar sofnaði ég, svo við ákváðum að fara í smá heimsókn til Hafdísar frænku og Jóhanns Haralds á Möðruvöllum í Eyjafirði. Þangað er sko gaman að koma ! Fullt af krökkum að leika við og fullt fullt af flottu dóti -strákarnir eiga svo mikið af bílum og gröfum og dráttarvélum og dóti að ég hringsnérist um allt.
Já dagurinn í gær var frábær að vanda, og hlakka til að eiga rólegan dag í dag með mömmsu minni :o)
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Gabriel, his grandma and Herkules
Og við mamma fórum í sveitina eftir hádegi í dag. Við reyndar misstum af þvi að slá köttinn úr tunnunni uppi í vinnunni hans afa en fengum í staðinn að fara með Hirti stóra frænda mínum og vini hans að syngja uppi í Baðlóni. Þar fengum við sko ís og svala að launum!! (mamma söng eiginlega fyrir mig -ég syng ekki eftir pöntunum)
Svo fórum við heim til afa og ömmu og vorum þar í mat. Fékk að byggja úr legó og Herkúles og amma hjálpuðu mér. Ég er svo montinn af tígrabúningnum mínum að ég sýndi þeim hann og vill sko alls ekki fara úr honum. Enda sef ég í honum í nótt!!
Það var rosagaman í dag, ég sofnaði sæll og kátur.
Ykkar Gabríel