mánudagur, október 03, 2005

Hæ hæ
Ég fór í sunnudagaskólann í gær. Mamma ákvað að fara með mig, þar sem Hartmann vinur minn fær að fara. Og það var rosalega gaman. Mikið sungið og trallað - akkúrat það sem mér finnst skemmtilegt.
Ég er farinn að skríða um allt á fullu. Skoða allt, hrista allt og tosa í allt. Helst vil ég smakka allt líka en mamma passar það vel. Það er búið að setja upp hlið í stiganum, kaupa skúffulæsingar, og fjarlægja allt sem ég get meitt mig mikið á og/eða brotið og skemmt.
Ég er afskaplega hress og hraustur, tek lýsið mitt á hverjum morgni og er farinn að borða kjöt! Guðmundur langafi myndi vera hrifinn af því að sjá mig borða - hve vel ég borða :o)

Engin ummæli: