föstudagur, janúar 20, 2006

Halló allir - afsakið hvað mamma mín er löt að skrifa, en það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá henni. Hún er núna farin að vinna á nýjum stað - NetX á Reyðarfirði.
Ég er alltaf jafn hraustur og hress. Stórar fréttir af mér en ég byrja á leikskóla á mánudaginn! Eftir hádegi - hlakka mikið til. Við byrjum sem sagt á mánudaginn, með fundi kl ellefu, sem bæði mamma og pabbi verða á með mér. Síðan hefst aðlögunin sem pabbi minn verður með mér í þar sem mamma er að vinna. Ég er sem sagt að verða svoo stór strákur.
Núna er ég alveg búinn að sleppa mér, er farinn að labba út um allt. Ég er enn fljótari á fjórum, svo þegar ég er að flýta mér þá skelli ég mér niður á þær og bruna áfram, sérstaklega þegar ég ætla mér að komast í pottaskápinn, en það eru hreinar gersemar þar skal ég segja ykkur!
Ég er að fá tönnslu númer 9 í efri góm. Ég borða núna bara hafragraut og lýsi á morgnana og þykir gott!!
Inga Hrund frænka kom í heimsókn fyrstu helgina í janúar og ég var rosalega hrifinn af henni. Þann laugardag komu afi og amma úr Mývó í heimsókn. Ég lék á alls oddi, og spilaði gosa alveg út í gegn! Mér þykir svo gaman að hitta fólk, enda er ég svo tilbúinn til að fara á leikskólann!
Hafið það sem allra allra best
Ykkar Gabríel

Engin ummæli: