mánudagur, mars 13, 2006

jæja - þá er flensan yfirstaðin. Ég fór til læknis á fimmtudag til að láta hlusta mig, hann var hræddur um að ég væri með þennann hvimleiða 'RS' vírus sem herjar á ungabörn, en svo var ekki, sem betur fer. En ég var lasin go fór ekki á leikskólann.
Um nóttina vaknaði mamma við mig og mældi mig, var ég þá með 39,5°. Hún hringdi á lækni, hann sagði henni að gefa mér stíl, gefa mér nægilega mikið að drekka og setja blautan klút á ennið mitt. Mikið rosalega var það gott. Mömmu og pabba stóð ekki á sama og snérust í kringum mig.
Mér leið afskaplega illa á föstudeginum. Grét og grét, en gat ekki sagt mömmu hvar ég findi til en ég held að hún hafi gert sér grein fyrir að ég væri með haus- og beinverki, og ég skildi bara ekki af hverju hún gat ekki lagað þetta. En hún gaf mér stíl, knúsaði mig og sat með mig og hughreysti mig. Mér leið betur við það.
Núna er ég bara með nebbahor, en þá ákváðu jaxlarnir að gera vart við sig. Ég lít út eins og hamstur! Og ég er svo pirraður út af þeim.

Annars gengur leikskólinn vel. Pabbi er farinn að fara með mig go skilja mig eftir, sækir mig svo kl fimm. Mér finnst orðið gaman þar. Fóstran mín heitir Anna og er mjög yndæl. Hún vekur hjá mér öryggistilfinningu þannig að þó pabbi fari þá er þetta allt í lagi, ég líka veit að pabbi minn kemur alltaf og sækir mig aftur :o)

Engin ummæli: