þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hæ hæ :o)
Páskarnir eru að koma, ég hlakka til að hafa mömmu mína heima hjá mér meira. Hún hefur verið að vinna meira en vanalega því sá sem hún var að vinna með eignaðist litla stelpu, og er í fæðingarorlof og verður það fram í júlí.

Nei - mamma hætti ekki að taka myndir af mér þegar hún fór að vinna.... Þær eru í ferðavélinni sem er í viðgerð á Akureyri, og svo hefur mamma verið bara á fullu við að sinna mér þegar hún kemur heim úr vinnunni. Hún fer vonandi að gera eitthvað í þessum myndamálum.

Ég er að fá 2 jaxla, þokkalegur jaxl ég - en samt er ég voða lítill í mér á næturna og græt af sársauka. Mamma og pabbi hafa því ekki mikið fengið að sofa undanfarið, en þau eru svo góð að þau halda á mér á meðan ég er að komast yfir það versta, þau meira að segja syngja fyrir mig og kúra með mig til að mér líði betur, og þá er allt í lagi.

Leikskólinn er skemmtilegur. Ríma vinkona mömmu og mamma Hartmanns sem er vinur minn, er farin að vinna á Kærabæ, leikskólanum mínum. Svo núna er Hartmann líka eftir hádegi með mér :o) Ég er mikið úti, gaman að drullumalla, renna mér á þotu, og hlaupa um með krökkunum. þau eru rosalega góð við mig, og eru alltaf að knúsast með mig. Ég er náttúrulega svoddan yndi :o)

Svo er planið að fara til afa og ömmu í Mývó um páskana. Hlakka til að fara þangað, leika við ömmu og skápana hennar :o)

Hafið það sem allra allra best yfir páskana.
Gabríel Alexander

Engin ummæli: