miðvikudagur, júní 07, 2006


Hundurinn minn Kítara er farin í sveitina. Baldur á Vattarnesi tók hana að sér og er hún núna hálsólarlaus sveitahundur. Það verður skrýtið að hafa hana ekki til að hamast í.

Ég er svo duglegur. Núna tek ég td alltaf stólinn sem er inni á baði (gamall trékollur) færi hann að vaskinum, príla upp á hann, og vil tannbursta mig sjálfur. Svo er auðvitað bónus að sulla smá í vatninu líka.

ég er rosalega duglegur á leikskólanum. Leik mér mikið, duglegur að vera úti, og er iðulega allur úti í sandi þegar ég kem heim. Krakkarnir eru svo góðir við mig. Ég er bara með eldri krökkum og Hartmanni vini mínum. Þau eru svo dugleg að kenna mér hluti.

Hörður afi er kominn aftur austur. Gaman að hitta hann svona oft. Hann gisti hjá okkur um daginn, svo núna er hann í Hvammi, go er að vinna hann undir sölu. Við kíktum aðeins á hann á sunnudaginn, og hann er enn með svo flottar hænur. Ég vildi helst bara fara inn í kofann og leika við þær :o)

Og enn ein tönnin er að koma. Þá er ég kominn með 14 tennur :o) Enda er kjötið ekkert mál núna!!
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: