mánudagur, nóvember 27, 2006

Halló halló !! Helgin var góð eins og alltaf þegar ég fæ að vera svona mikið með mömmu og pabba. Það var ekki íþróttahús þessa helgi, það er bara aðra hverja helgi. Þannig að við dóluðum okkur heima á laguardag, og heimsóktum Hartmann vin minn á sunnudag. Ég tek mér laugardaginn nú orðið til að hvíla mig. Ég sef vel um nóttina, og svo sef ég alveg í 4 tíma eftr hádegi. Og er afksaplega ánægður með sjálfann mig á eftir.

Rósa amma og Valgeir afi sendu mér pakka á föstudaginn. Amma segir að þetta sé undirbúningspakki fyrir jólin. Hún segir að það þurfi sko að kenna börnum og æfa þau í að opna pakka, og auðvitað verð ég að æfa mig fyrir jólin og afmælið mitt! Ég var svo vitlaus í fyrra, en núna verð ég sko 2 ára, stór strákur!!

Og viti menn – pússluspil!!! Mér finnst svo agalega gaman að pússla! Ég er orðinn svo rosaelga duglegur að ég var 3 mínútur með þessa nýju flottu pússlu. Þær segja á leikskólanum að ég sé svo duglegur að pússla að ég sé farinn að pússla 15 bita pússlu, úr pappa, af póstinum páli! Mamma ekkert smá montin af mér.

Svo þar sem mamma er svo gleymin að blogga þá fann hún svo skemmtilega mynd af mér síðan síðast í íþróttahúsinu. Ég hef ekki verið mikið fyrir að skríða í gengum göng, eins go gerð eru úr stóru gólfpússlumottum, en síðast þá þorði ég í gegn, og það var svo rosalega gaman!!

Engin ummæli: