í dag á mamma mín afmæli! Aldur er afstætt hugtak - við erum alltaf jafn gömul og okkur finnst við vera - svo ég segi ekkert um aldur hennar. Við erum að fara í sveitina á eftir. Skólinn lokar 12:15 þar sem það er starfsmannafundur þar í dag. Svo við mamma brunum í sveitina í lambalærið til afa og ömmu :o)
Mamma setti niður meira að segja fjárhúsarföt ef við skyldum fara í húsin og hún tekur með sunddótið okkar :)
Hlakka svo til að fara og hitta afa og ömmu. Ég er farinn að spyrja mömmu um afa og ömmu, farinn að sakna þeirra. !
Eigið góða helgi og ég ætla að knúsa mömmu mína í tilefni dagsins

Til hamingju með daginn elsku mamma mín!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli