þriðjudagur, ágúst 14, 2007


Halló halló gott fólk!

Ég er orðinn stór strákur núna - ég er farinn að nota bílstól fyrir stóra krakka. Fékk einn í afa bíl og einn í mömmu bíl. Afi fann þetta notað en rosalega fínt og ég er svo ánægður með þetta !!! Ég er líka að skríða í 18 kíló og hár í loftið líka, er enn stór miðað við aldur :)

Svo fékk ég í gær frá afa mínum 3 skópör!!! Strigaskó sem ég fór sko í skólann í morgun til að sýna krökkunum, og svo loðfóðraða skó og stígvél! - þetta eru sko allt "mótorhjólaskór".. svo ég er vel skóaður fyrir veturinn. Allavega næstu mánuði því ég er búinn að stækka svo rosalega í sumar. Mamma þarf að endurnýja allar sokkabuxurnar mínar - vantar einhvern lítið notaðar sokkabuxur? Og vantar einhvern bílstól? gamli stóllinn minn er til sölu :)

Sem sagt allt gott að frétta af okkur mömmu minni :) Hún kom í sveitina seint laugardag þar sem hún tók að sér aukaaukavinnu eftir aukavinnuna í búðinni. Svo ég fékk að vaka smá lengur að kubba með henni, og við vorum svo í afslöppun hjá afa og ömmu á sunnudeginum. Hún verður að vinna aftur næsta laugardag, en ekki eins lengi (engin aukaaukavinna þá) Við knúsumst og höfum það rosalega gott þegar við eigum stundir saman. Kubbum, litum, syngjum og leikum okkur.

Ég er farinn að tala svo mikið! Ég stundum tala í svefni því það er ekki hægt að ætlast til þess að ég þegi í 12 tíma!! Og ég syng með lögum í útvarpinu :)

Já það er sko gaman að vera til :)

Engin ummæli: