laugardagur, nóvember 17, 2007


Halló halló!!

Hér bara snjóar ! og er ískalt úti. Við mamma vöknuðum um hálf átta og vorum ekkert að stressa okkur. Ég var svo duglegur að ég svaf í mínu rúmi í alla nótt.

Um tíu fórum við í Hagkaup og náðum okkur í það sem okkur vantaði fyrir piparkökubaksturinn. Og svo var hafist handa ! Og það var svo gaman! Ég fékk líka að fletja út, og skera út kökur, mamma hjálpaði mér við að færa þær yfir á bökunarplötuna. Settum á 3 plötur!! Og bakað!

Eftir bakstur þá biðum við eftir að þær kólnuðu og mamma bjó til glassúr handa mér og ég fékk að mála kökurnar með pennsli!! Það var sko gaman!! Myndir frá okkur má sjá hérna: Piparkökubakstur!!

Engin ummæli: