fimmtudagur, júlí 03, 2008

Frábær sumardagur

DSC02199Hæ hæ !! Við mamma erum búin að vera í viku í sumarfríi. Byrjuðum á að fara í algjöra aflslöppun til afa og ömmu í sveitinni.  Þar lék ég lausum hala og naut þess að vera til.  Það var frekar kalt svo það var ekki mikið um útiveru en samt fórum við mamma í hjólatúr.  En það var aðallega rúntað. 

Hjörtur og Sylvía komu heim frá Danmörku um helgina og það var frábært að hitta þau.  Þau færðu mér rosalega flottan Legobol frá Legolandi!! með mynd af sjóræningja!! Við mamma skruppum til Þórhöllu frænku og Hjörtur var að kubba rosalega flotta þyrlu - ég fékk að leika mér með hana og ég var með stjörnur í augum þegar ég talaði um hana og geri reyndar enn! Hjörtur er svo skemmtilegur.  Hann fór með mig á trambólínið og lék við mig!

Við mamma komum í bæinn í gær.  Ég fór í seinni hlutann af skoðuninni. Mamma var búin að tala við mig um að vera duglegur og ég stóð mig rosalega vel.  Ég er með góða sjón, og ég er 102 cm go 18 kg.  Held mig við minn stað fyrir ofan meðallínuna.  Svo þegar læknirinn skoðaði mig þá hafði hann hlustað á mig á biðstofunni og sagði mig með flottan málþroska- hafði ekkert athugavert við það.  Svo fylgdist hann með mér og sagði mig mjög duglegan og hreyfingar og fínhreyfingar væru mjög góðar, jafnvel á undan mínum aldri í þessum þroska. 

Mamma notaði gömlu mútuaðferðina á mig til að fá mig til að gera það sem ég átti aðgera hjá hjúkkunni.  Og ég fékk að velja mér dót í Toys R'Us, og ég valdi mér rosalega flott lögguhjól með sírenum og ljósum og alles! Og núna þeysist þetta hjól um allt með mér.

Dagurinn í dag var frábær.  Við mamma  byrjuðum á að sofa út. Og svo smurðum við okkur nesti og fórum í Kjarnaskóg. Frábært veður - sólin var reyndar nú eitthvað að stríða okkur en samt fengum við rjóðar kinnar :) Í kjarna var hlaupið og leikið út um allt.  Borðuðum nestið okkar og nutum þess að vera saman.  Hittum þar fyrir frændur mína Bjarka og Trausta sem eru synir Sifjar.  SIf og pabbi minn eru bræðrabörn.  Þeir voru þarna með ömmu sinni Rósu (ha ha fyndið að þeir eiga ömmu sem heitir Rósa líka)  Við lékum okkur og fórum í rólurnar saman!

Eftir Kjarna fórum við í Flugsafnið. Það voru sko mega flottar vélar!! Og þyrla - maður lifandi -þyrla - ég fékk að skoða þyrlu!!!

Svo fórum við í Jólahúsið og það er alltaf jafn gaman.  Ég skoða bökunnarofninn og get dundað mér endalaust þarna.  Mamma getur líka dundað þarna endalaust enda erum við bæði jólabörn !  haha ég náttla er ekta jólabarn þar sem ég á afmæli 24. des :o) Svo fæ ég alltaf að velja mér nammi þarna - fæ poka hjá manninum og týni ofaní nokkur jólanammi. 

Já og dagurinn er ekki búinn enn. Við fórum og fengum okkur ís í Brynju og enduðum í Sundlaugargarðinum.  Þar fékk ég að keyra um á rafmagnsbíl og moka í rafmagnsgröfu! Vá það var rosalega gaman!!

Enda er ég þreyttur strákur.  Fór í bað, borðaði - horfði á SImpsons og fór að sofa.  mamma var búin að búa til handa mér Disney sögudisk.  Svo þegar hún var búin að lesa fyrir mig, syngja Draumahöllina og biðja bænirnar okkar - þá gat ég sofnað við að hlusta á Mugga Mörgæs!

Mamma er búin að setja myndirnar inná flikkrið okkar: Sumardagur.

Já í dag var gaman að vera til - reyndar eins og alla aðra daga.  Óska ykkur góðrar helgar

Ykkar Gabríel Alexander! DSC02259

Engin ummæli: