fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Kominn í skólann

  hæ hæ! ég er í skólanum í dag.  Ég var farinn að skríða um allt og vera nokkuð sjálfbjarga heima.  þær á leikskólanum sögðu að ég gæti alveg komið :)

Annars var ég já heima 2 daga.  Í gær fórum við mamma á rúntinn, ég var orðinn heldur pirraður á þessur öllu saman.  Erfiðara þegar maður er ekkert lasin.  Kíktum á Glerártorg. Ég fékk þar ís :) og við kíktum í dótabúðina og mamma gaf mér bláan Leiftur MacQueen :) ég vildi hann frekar en Sollubílinn.  Fór svo í Bangsimontækið og fékk kúlu með Pokémonfígúru :o)

Mér var bara trillað um í innkaupakörfu þar - mér þótti það mikið sport!

Þar næst fórum við og þrifum bílinn og fórum svo með hann í skoðun.  Og auðvitað fékk súbbinn okkar skoðun, án athugasemda :) mamma varð ekkert smá montin af gamla bílnum okkar!

Mamma var að tala við þær í Leikskólanum og þær sögðu mig auman að ég væri lítill í mér, en þær vonuðu að útiveran eftir hádegi hressti mig aðeins við.  En ég kvartaði ekki um í fætinum.

Kemur í ljós :)

12022008

Engin ummæli: