fimmtudagur, nóvember 12, 2009

hraustur strákur

hæ hæ !

mamma er að stressa sig. Ég er með dálítið ljótan hósta. Hún setur mælinn í eyrað mitt reglulega og biður til Guðs umað ég sé ekki að verða veikur. En ég er bara ekkert að verða veikur ! ég er hress og kátur!

Mamma var spurð að því í vinnunni um daginn “Guðrún hvernig er það með þinn strák – verður hann bara aldrei lasinn"?”

Mamma flétti upp í blogginu mínu og ég hef ekki fengið flensu síðan í desember 2008! Ég fékk hlaupabólu í janúar 2009 og fótbrotnaði í febrúar. Annars hef ég bara fengið hornasir reglulega go hósta reglulega.. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Mamma er held ég bara stressuð út af því að það eru svo margir veikir í kringum okkur. Margir á vinnustaðnum hennar og í skólanum mínum. Pabbi og þau voru líka veik um daginn. En við mamma höfum ekkert lagst núna. (núna bankar mamma í borðið 7-9-13)

Á þriðjudaginn fórum við mamma uppí sveit að sækja súbbann okkar. Afi minn var búinn að gera við hann fyrir okkur ! Og ég var afskaplega ánægður með að fá svona auka afa og ömmu knús! Var búinn að tala svolítið um og spyrja mömmu hvenær við færum aftur í sveitina.

Svo kom vinur minn Snæbjörn í heimsókn í gær. Við vorum roslega stilltir. Og duglegir að leika okkur ! Mamma vissi varla af okkur og við skemmtum okkur virkilega vel ! Fengum popp og klaka og fínerí !

Ég fer svo til pabba um helgina, verð eflaust í góðu yfirlæti þar eins og vanalega :o)

Engin ummæli: