mánudagur, mars 01, 2010

Duglegur strákur

hæ hæ ! mamma mín ekki alveg að standa sig í blogginu núna – hugsa að hún noti facebook allt of mikið ha ha .

En af okkur er allt gott að frétta.  Hraustur og stækkandi strákur hér á ferð.  Farinn að tala mikið um skólann sem ég fer í næsta haust. 

Mamma fór í viðtal til kennara míns vegna 5 ára þroskaprófs hjá mér og ég fékk bara hæstu einkunn.  Duglegur við allt og get allt og er með allt á hreinu og í lagi.  Mamma var auðvitað rosa montin af mér :o)

Ég fer alltaf aðra hverja helgi til pabba og er alltaf jafn kátur þegar ég kem þaðan.  Sakna hans auðvitað reglulega sem er bara eðlilegt. 

Og auðvitað förum við mamma til afa og ömmu nærri alltaf hinar helgarnar sem ég er hjá mömmu.  Förum í húsin og ég fer á sleða eða fjórhjól með afa – fer eftir því hvort það sé snjór eða ekki. 

Á Öskudag var ég súperman ! og elsta deildin í skólanum fór og labbaði á milli nokkra fyrirtækja í grenndinni við skólann og söng – þannig ég kom heim með nammi í poka :D

Ég er orðinn svo stór að ég fer einn út að leika í snjónum heima á Akureyri.  Hringi bara dyrabjöllunni til að komast inn aftur.  Núna er sko gaman því það eru snjófjöll allstaðar, ég get dundað mér með þotuna mína endalaust í snjónum, þó ég sé einn að leika. 

Ég lét reyndar mömmu hlaupa nokkrum sinnum niður af 3 hæð bara til að tékka hvort þetta virkaði ekki örugglega hehe :o)

Við mamma vorum með dvd kvöld á föstudag, nammi og popp, og subway í kvöldmat.  Mikið kósí hjá okkur.  Hittum svo Júlíus vin minn og mömmu hans og systur á laugardag og fórum saman í bíó.  Við mamma gistum svo heima hjá þeim.  Það var gaman.  Við Júlíus lékum okkur og fórum seint að sofa.  Þetta var virkilega skemmtilegt !!

DSC01259

Engin ummæli: