þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Kárahnjúkarúntur 31.júlí 2010


IMG157
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! á sunnudaginn fórum við mamma með afa og ömmu og langafa og langömmu austur á Kárahnjúka. Borðuðum nesti í Atlavík. Ég fann þessa forláta lest við Végarð sem er upplýsingarmiðstöð Landsvirkjunnar áður en maður fer upp á Kárahnjúka (rétt hjá Skriðuklaustri) ég gat leikið mér endalaust í þessari lest.
Við stoppuðum svo í Sænautarseli - þar fengu þau sér kakó og lummur, ég fékk fjaðurpenna, var ekki svangur (ótrúlegt en satt) því ég hafði borðað nesti á Kárahnjúkum líka og svo svaf ég vel á milli Kárahnjúka og Sænautarsels.
Smellið á myndina og þá fáið þið upp allar myndirnar sem eru á flikkrinu okkar mömmu frá ferðinni :o)

Engin ummæli: