sunnudagur, mars 06, 2011

Í sveitinni

hæ hæ ! þessi mynd er tekin í morgun. Við mamma fórum með afa út á vatn að veiða, fengum 7 stórar bröndur, virkilega fallegar. Það var rosalega kalt. Mamma var inni í bíl mest allann tímann, en ég var úti að leika á ísnum. Hann var svo fallegur, spegilsléttur og frosinn!

Annars er alllt gott af okkur að frétta. Fékk rosalega góða umsögn í skólanum. Duglegur að læra og þægur og góður. Alltaf glaður og kátur, vel liðinn og á auðvelt með að breyta til og tileinka mér nýja hluti.

Fór líka til tannsa á dögunum. Og sú skoðun kom mjög vel út, allavega var tannsinn mjög ánægður með mig :)

Fékk smá hita núna á fimmtudag og var heima veikur á föstudag. Við mamma fórum upp í sveit og létum fara vel um okkur. Fór ekkert út á laugardag en mátti fara út í dag þar sem ég var hitalaus í gær (laugardag) Var sem sagt ekki lengi að hrista þetta af mér :)

Svo erum við mamma í fríi á morgun líka. Það er vetrarfrí og starfsdagar í skólanum mínum og hanner lokaður alla vikuna. Ég fer til pabba á þriðjudag (eða mánudagskvöld) og verð hjá honum núna þá í nærri heila viku :)

Þar til næst - hafið það gott :)

Engin ummæli: