miðvikudagur, janúar 12, 2005

Hæ hæ !
þá er síðan loksins komin í loftið með link yfir á aðra síðu sem hefur að geyma flottar myndir af mér! Þar sem ég bý svo langt frá öllum ættingjum og vinum þá er best að hafa góða síðu þar sem allir geta fylgst með mér og séð mig stækka og þroskast.
En ég heiti sem sagt Gabríel Alexander, eða kem til með að heita það. Mamma og pabbi hafa ekki ákveðið enn skírnardaginn minn, og eiga í smá vandræðum með að ákveða hvar eigi að skíra mig. En þau eru þó komin með skírnarkjólinn. Það er kjóll sem amma Rósa saumaði og hafa margir verið skírðir í þeim kjól.
Ég ákvað að koma í heiminn og byrja að upplifa þetta ævintýri sem lífið er 24. desember 2004 kl: 13:38 á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Ég er jólabarn Akureyrar þar sem ég var sá eini sem kom í heiminn á Akureyri þann dag. Pabbi minn var viðstaddur fæðinguna og var algjör stoð og stytta fyrir mömmu.
Ég var 13 merkur og 50 cm þegar ég kom í heiminn.
Ég fékk smá gulu og léttist svolítið og vorum við mamma þar af leiðandi heila viku á fæðingardeildinni. En það fór afskaplega vel um okkur. Starfsfólkið þar er alveg yndislegt í alla staði. Td var dekrað við okkur á aðfangadag þar sem ég var eina barnið á deildinni.
Tveggja vikna gamall var ég kominn vel yfir fæðingarþyngd mína og er alltaf að þyngjast og stækka.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Gabríel,
velkominn í heiminn og á öldur internetsins :) æðislegt að sjá þig þú ert ekkert smá sætur, langar að koma og knúsa þig og kyssa :) bestu kveðjur til ma og pa
kveðja
Ragga "frænka"