laugardagur, janúar 29, 2005

Rosalega gaman í dag!! Afi minn og amma í Mývatnssveit komu í heimsókn í dag!! Þau komu um hádegisbil, en ég svaf heillengi þótt þau væru komin, amma var meira að segja komin á það að vekja mig svo hún sæi eitthvað af mér vakandi. Það var eins og ég fyndi það á mér og ákvað að vakna. En sl nótt var frekar strembin þar sem ég er með eitthvað í mallanum - kallast ungbarnakveisa, og hélt pabba vakandi alveg fram undir morgun.
Ömmu og afa finnst ég svaka flottur, og amma segir að ég sé orðin rosalega myndarlegur og mannalegur miðað við hve ungur ég er. Hrósaði því hve vel ég held haus, og að ég sé að reyna að grípa hluti, hve vel ég fylgist með og hreyfi augun til að fylgjast með. Og svo hló hún þegar hún komst að því hve mikill mömmustrákur ég er. En ég vildi helst bara vera hjá mömmu minni, og ef ekki þá vildi ég helst að hún héldi um hendurnar á mér, eða væri þar sem ég sæi hana.
Svo er ég líka enginn smá gaur í rauða flotta Ferrari gallanum sem hann afi minn gaf mér þegar ég fæddist en gallinn er keyptur í Ferrari búð í Dublin!
Amma og afi færðu mér rosalega fallega peysu og húfu. Hún er prjónuð af ömmu Sylvíu og Hjartar Smára. Mamma ætlar að setja mynd af henni á netið því hún er svo montin með hana! Vonandi setur hún myndir af mér í Ferrari gallanum líka með afa og ömmu!! Pabbi vill taka það fram að þó að ég sé í Ferrari galla þá endurspegli það ekki allar skoðanir á heimilinu.

Engin ummæli: