fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Halló halló!!
í dag var svokallaða 6 vikna skoðun - þó að ég sé reyndar orðinn 7 vikna. Og þá skoða bæði ljósmóðirin og læknirinn mig. Og viti menn, ég er orðinn ekkert smá stór! Ég er 57 cm, og 5320 gr! Þetta þýðir að ég hef verið að stækka um einn cm á viku og er 2 kg þyngri en ég var þegar ég fæddist!! Annars fékk ég flotta skoðun, læknirinn var mjög ánægður með mig og hvernig ég stækka og dafna.
Annars er allt við það sama. Ég er farinn að sofa oftar úti í vagni, þegar veður leyfir. Og mamma og pabbi eru duglega að fara út með mig að labba, einnig þegar veður leyfir. Mér finnst afskaplega gott sofa úti.
Ég er fínn núna í maganum. Sef vel á næturnar. En er svolítið frekur á að vilja vera vakandi, og oft er ég ekkert á því að sofna, vil bara að það sé haldið á mér.

Engin ummæli: