þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Hæ hæ
Þetta líf er dásamlegt! Ég sef vel á næturnar núna, líður svo vel þegar ég vakna að ég tala við allt sem ég sé; teppið mitt, stólinn minn dudduna og pelann. Mest er þó gaman að tala við mömmu þar sem hún svarar mér og mér finnst alveg snilld að láta tala við mig.
Ég er alveg súper í mallanum núna, og er svo duglegur að sofa. Mér finnst samt gaman að fá að vaka aðeins á kvöldin, í rólegheitum, bara sitja í stólnum mínum og fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig. Vil samt ekki að mamma fari langt í burtu frá mér, ég vil hafa hana í sjónmáli, annars verð ég frekar fúll.
Mér finnst líka alveg ágætt að fá að sitja í stólnum mínum niðri í tölvuherbergjunum, annað hvort hjá pabba eða inni hjá mömmu. Ég er allavega alveg "yndislega meðfærilegur þegar ég er vakandi" segir mamma mín.
Fórum til Egilstaða í gær. Mér finnst svo ágætt að sofa í bílnum. Versluðum í Bónus, bleyjur - þær kosta 1000,- minni í Bónus heldur en í búðinni heima á Fásk!! Mömmu blöskraði og keypti 210 bleyjur handa mér! - ætti vonandi að duga eitthvað!
Annars finnst mömmu og pabba bara ágætt að gera sér dagamun og skreppa til Egilstaða til að versla bleyjur handa mér - en það borgar sig fyrir þau.
Mamma setti inn 2 nýjar myndasíður - önnur er af fæðingardeildinni hin er þegar afi og amma úr Mývó komu í heimsókn

Engin ummæli: