þriðjudagur, apríl 12, 2005

hæ hæ allir saman! Héðan er allt gott að frétta. Allir hraustir og kátir. Pabbi minn er farinn suður í vikudvöl og sakna ég hans mikið! Hlakka til að fá hann heim aftur. Ég líka lofaði honum að vera þægur á meðan - sem ég er reyndar alltaf. Lítið ljós!
Ég er farinn að borða smá graut í hádeginu líka. Það hjálpar mér að sofa almennilega á daginn. Og núna er föst regla, grautur klukkan tólf og ég er sofnaður um eitt, og sef vel í 3-4 tíma á daginn. Enda líður mér rosalega vel. Ég stækka vel, er hraustur og kátur! Ég er mikið í hoppirólunni minni. Ég leik mér mikið í leikgrindinni minni eftir að mamma og pabbi gerðu hana þannig að ég get setið uppréttur í henni. Ég nefnilega vill alls ekki liggja á bakinu og sjá ekki neitt í kringum mig!
Svo er á planinu að fara í sveitina til Valgeirs afa og ömmu Rósu í vikunni. Alltaf gott að kíkja þar við og hafa það náðugt! Svo er held ég formúlan um helgina og kannski maður klæði sig uppá og horfi á formúluna með afa mínum!!!
Já og mamma var að setja inn myndir af mér.
Hafið það rosalega gott og mamma biður kærlega að heilsa öllum!!!
Kveðja Gabriel Alexander

Engin ummæli: