sunnudagur, maí 22, 2005

Halló gott fólk. Ætla bara að láta vita að héðan er allt gott að frétta. Mér líður svakalega vel. Enn eru ekki komnar tennur. Ég er farinn að borða Oatmeal með bönunum og þurrkuðum ávöxtum frá Gerber. Einn daginn sagði ég hingað og ekki lengra - ég borða ekki meir af þessum rísmjölsgraut. Svo gáfu mamma og pabbi mér að smakka gulrótarmauk og það var voða furðulegt í fyrstu en svo núna finnst mér það alveg hreint ágætt. Fínt að geta borðað svoleiðis á ferðalögum þar sem sumarið nálgast og vonandi fæ ég að sjá meira af ættingjum mínum í sumar.
Ég sef á hverjum degi núna úti í vagni fyrir hádegi. Mér þykir það afskaplega notalegt. Vakna endurnærður og sprækur, til í allt.
Bið að heilsa ykkur öllum - kær kveðja Gabríel Alexander

Engin ummæli: