laugardagur, maí 28, 2005

Hæ hæ
Héðan er allt gott að frétta. Mamma er komin heim aftur - var voða gott að fá hana heim. Annars leið mér rosalega vel hjá pabba. Hörður afi kom í heimsókn og það var mjög gaman. Ég var duglegur að sofa og borða á mínum tímum þrátt fyrir að mamma væri ekki heima. Hún skrapp norður í 2 nætur til að hitta vinkonur sínar og keyra Rósu ömmu til Akureyrar.
Ég er orðinn 5 mánaða gamall. Ég fór í skoðun í sl viku og viti menn ég er 66 cm langur og 8,8 kg þungur. Ég fékk sprautu og tók varla eftir því.
Mér líður svo rosalega vel að ég sofna alveg sjálfur í rúminu mínu. Mamma og pabbi leggja mig bara í rúmið, setja spiladósina mína af stað, ég syng aðeins með og svo er ég sofnaður. Og sef í einum dúr til morguns. Já mér líður rosalega vel.
Núna bíð ég bara spenntur eftir að fá að vita með "litla frænda eða frænku" sem er væntaleg/ur í heiminn 20. júni. Edda frænka er að verða mamma, og ég hlakka rooosalega til. Mamma er svo spennt yfir þessu öllu saman. Hún biður að heilsa elsku Edda mín, og vonar að ykkur gangi rosalega vel!!!

Engin ummæli: