miðvikudagur, september 07, 2005

Halló halló!!!
Héðan er allt fínt að frétta. Ég er orðinn þokkalega stór og flottur strákur. Síðustu mælingar voru 70 cm og 10,9 kg! Það var 5. ágúst!

Ég er kominn með 4 tennur - komu 2 samtímis í efrigóm. Það var svolítið erfitt og var ein nótt sem við sváfum ekki mikið.

Ég er farinn að sitja sjálfur, og skríða, og vil núna skríða út um allt. Göngugrindin er þó svakalega vinsæl, þar get ég skoðað fleira sem ég næ ekki í skríðandi þar sem ég get ekki staðið með ennþá.

Ég fór í réttir í Mývó, var rosalega gaman og var ekkert hræddur. Þá helgi hitti ég Jóhann Karl, sem er sonur Eddu vinkonu mömmu. Við höfðum hist áður en sú heimsókn fór ekki vel þar sem við orguðum báðir í kór, en núna erum við stærri og flottari. Jóhann Karl fæddist 25. júni, 6 mánuðum á eftir mér, næstum upp á dag! Ég hugsa að við eigum eftir að gralla saman í framtíðinni eins og mæður okkar gerðu á sínum tíma. Hann er flottur strákur!

Ég fór í sund í Mývó, það var ekkert smá gaman. Mér finnst agalega gaman að busla í vatni, mamma er líka dugleg að leyfa mér það, þó svo hún komi jafn blaut frá því og ég. Kítara skilur ekkert í okkur.

Engin ummæli: