miðvikudagur, september 28, 2005

Halló halló !!!
Þá erum við komin heim - reyndar í sl viku. Það var svakalega gaman í Reykjavík!! Hitti fullt af fólki, skoðaði í Kringlunni, og það sem mér fannst gaman að sjá allt fólkið þar!! Mamma og pabbi gáfu mér nýja almennilega kerru sem ég get sofið í. Og það er gott að sitja í henni og fylgjast með öllu sem er að gerast í kringum mig.
Ég byrjaði að standa upp með í Reykjavík! Það var í ferðarúmi sem við fengum að láni hjá vinum okkar Kalla og Raggý! Þá vorum við gestir hjá Dóu vinkonu mömmu.
Svo fór ég í pass í fyrsta skipti! Ásta María, dóttir Kalla og Raggý passaði mig á sunnudeginum! Ég var rosalega þægur, og það var ekkert mál að skilja mig einann eftir í fyrsta skipti! Þarna gátu mamma og pabbi átt smá stund fyrir sig tvö ein. En það hafa þau ekki getað síðan ég kom í heiminn.
Svo hitti ég 3 gullmola! Tvíburana hennar Huldu og loksins hitti ég Sóldísi Ingu! Þau eru öll yngri en ég en ég hugsa að við getum áræðanlega brallað eitthvað saman í framtíðinni!!
Mamma var rosalega montin af mér, og pabbi líka, ég er svo rosalega góður í ferðalögum. Ekkert mál að sofa hér og þar. Ég vakna alltaf kátur og hress, alveg sama hvar ég er. Mamma og pabbi voru með regluna mína á hreinu svo ekkert raskaðist hjá mér, sama rútínan hvar sem við vorum.
En það var afskaplega gott að koma heim til mín.

Engin ummæli: