mánudagur, maí 01, 2006


Halló halló!!
Um helgina var Hörður Már, stóri frændi minn fermdur. Af því tilefni fórum við til Akureyrar og hittum alla fjölskyldu pabba. Rosalega gaman. Mamma og pabbi segja að salurinn hafi ekki verið barnavænn þar sem fullt fullt af stigum var og tröppum, og enginn barnastóll sem þau gátu ólað mig niður í. Ég skemmti mér hins vegar konunglega.
Svo á sunnudag fórum við til akureyrar aftur, þar sem við ætluðum að ræna Gunna frænda með okkur heim. Hann ætlar að hjálpa pabba með rafmagnið. Við mamma fórum með Maríu, konu Gunnars, og dætrum þeirra, Önnu og Elínu á róló. Það var rosalega gaman! Mamma setti inn nokkrar myndir til að leyfa ykkur að sjá!

Engin ummæli: