föstudagur, janúar 26, 2007


Halló halló !

mamma mín er bara ekki að standa sig í blogginu!! En af okkur er allt gott að frétta. Mér gengur ljómandi vel á leikskólanum, og er alltaf jafn kátur. Reyndar á ég það til að spyrja eftir mömmu minni reglulega, bara svona til að láta vita að ég er ekki búinn að gleyma kellu minni.

Þórey er sú sem sækir mig á daginn, og hún er sko fín! hún kubbar með mér, og lætur mig gleyma tímanum sem það tekur mömmu mína að klára daginn. Við erum afar heppin við mamma!

Í dag er dótadagur á leikskólanum, ég tók með mér flotta bílinn minn, sem mamma gaf mér. Hann keyrir sjálfur, (maður trekkir hann upp með að draga hann eftir borðinu/gólfinu fyrst) rauður jeppi! torfærujeppi, rosa flottur. Ég er alltaf að verða meiri go meiri bílakall!!


Ég er duglegur segir mamma. Duglegur að sofa í mínu rúmi, duglegur að sofa á daginn í leikskólanum. Duglegur að borða, fóstrunum finnst gaman að gefa mér að borða, ég borða allt og borða vel. Finnst gott að borða!!

Svo í dag, þá sækir mamma mig. Þórey er í fríi í skólanum og fór í sveitina. Og við mamma förum í sveitina til afa og ömmu. Hlakka til að hitta þau :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sætastur alltaf!!!