mánudagur, janúar 29, 2007

Hæ hæ allir vinir og vandamenn nær og fjær! Mig langar bara til að byrja á að kasta kveðju til hans Hartmanns vinar míns á Fásk. Ég sakna hans mikið! Og ég sakna krakkanna þar svolítið, er ekki alveg búinn að finna mér vini eins og ég átti þar. En ég er duglegur að leika mér á leikskólanum, er bara svoltítið lítill í mér ennþá. Mamma mín er bara best í heimi og ég vil ekki fara frá henni svona mikið. þetta eru svolítið langir dagar hjá okkur, og þegar hún kemur ekki einu sinni til að sækja mig, það finnst mér erfitt. En við erum heppin því sú sem sækir mig, Þórey, er alveg yndisleg! Hún leikur við mig, kubbar og við horfum á Bubba Byggir, og hún er góð við mig.


Um helgina fór ég með mömmu til afa og ömmu. Mammsa mín fór á þorrblót í Reykjadal með Önnu frænku og Hermanni frænda. Hún skemmti sér rosalega vel. Ég var í passi hjá afa og ömmu og ég skemmti mér líka rosalega vel! afi og amma eru svo góð go skemmtileg!! Fæ alltaf gott að borða hjá þeim. Svo eru þau með svo flott dót líka. Alltaf gaman að koma þangað í dótið þar. ég fór á rúntinn með þeim og horfði á boltann (handboltann) og lék mér mikið. Svo hitti ég Þórhöllu frænku, og Hjörtur Smári frændi minn á svo flotta bíla, það var víst ekki svo auðvelt að ná mér þaðan út aftur. En mamma mín gisti hjá Önnu frænku, svo ég var í passi yfir nótt og var algjör engill. Nátla segi samt ekki já og amen við öllu, en er rosalega þægur við þau.

Svo kom hún mamma mín, hún þessi elska kemur alltaf aftur, go ég er ekkert að stressa mig, ég er ekkert að spyrja eftir henni hjá afa og ömmu, ég veit hún kemur alltaf aftur :)

Við áttum rosalega gott kvöld í gær. Þar sem ég hafði lítið séð hana þá leyfði hún mér að vaka lengur, og við fengum okkur snakk og ídýfu. Og við kubbuðum, og lékum okkur og ég fór ekki að sofa fyrr en hálf níu!!! Rosalega gaman!!

Ég er semst alltaf samur við mig, kátur og glaður :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sætastur :)

Nafnlaus sagði...

Sætastur :)