laugardagur, júní 09, 2007



í dag er sko yndislegur dagur!!! Við mamma erum heima og það er frábært veður úti. Við dúlluðum okkur til tíu og fórum svo í Kjarnaskóg með Hafdísi og hennar syni Jóhanni Haraldi og hittum þar gamla vinkonu mömmu hana Írisi og hennar dóttur Hafdísi. Það er sól og heitt úti. Fullt af rennibrautum, leiktækjum, rólum, sandi, mold, grasi trjám og lækjum!! þetta er hrein strákaparadís! Mamma einmitt hló að því að við vorum búin að vera þarna í ca 15 mín og ég var orðinn skítugur uppfyrir haus, en henni er alveg sama - það er hægt að þrífa fötin mín og litla stráka líka :) ég er heppin að eiga svona áhyggjulausa mömmu!!

Svo grilluðum við. En ég bara vildi ekki pylsur, bara brauð með tómatsósu og svalann minn, hæst ánægður með þetta allt saman! Jóhann Haraldur og Hafdís eru eldri en ég og léku sér mikið í stærri tækjunum, mér var alveg sama, var ekkert að spá í því að reyna að halda í við þau. Mamma ýtti mér í rólunum og ég er svo duglegur að leika mér sjálfur!

Þegar ég kom heim þá sofnaði ég næstum því á meðan mamma setti á mig hreina bleyju og tók mig úr moldargallanum :)


Þetta er bara frábært!!

Og mamma tók auðvitað myndavélina með og hérna eru myndir frá þessari frábæru "lautarferð" => Kjarnaskógur

Engin ummæli: