þriðjudagur, júní 19, 2007


Halló halló!!!

Nú eru bara 10 dagar þar til við mamma förum í frí! Rosalega er okkur farið að hlakka til. Við erum bæði þreytt á morgnana og hefðum alveg viljað kúra lengur í morgun til dæmis. Mamma ætlar suður næstu helgi til að vera við útskrift Önnu frænku! Hún er svo dugleg hún Anna og okkur mömmu hlakkar til að fá hana norður aftur ! Þá verður sko farið í sund á Laugum hjá Önnu frænku og Hermanni frænda!!!

Á föstudaginn fórum við á leikskólanum í skrúðgöngu! það var rosa gaman - málaður fáni í framan og alles!!

Afi og amma sóttu mig svo í skólann, því mamma hélt hún ætti að vinna á laugardeginum en svo kom babb í bátinn og þau gátu ekki talið búðina svo hún kom uppeftir rétt á eftir okkur um kvöldið og ég átti frábæran dag með mömmsunni minni og ömmsunni minni á laugardaginn. Afi var í rollustússi og sá ég hann ekki mikið. Bæti það upp næstu helgi þegar ég verð í passi hjá þeim þegar mamma fer suður :)

17. júní var tekinn hátíðlegur á Akureyri. Við mamma fórum aftur í bæinn um morguninn á sunnudag. Hittum Hafdísi og Jóhann Harald eftir hádegi niðrí bæ! Við löbbuðum um allt og trölluðum með fólkinu. Dýrin í Hálsaskógi voru á sviðinu og viti menn - ég heimtaði blöðru!! Ég er ekki eins hræddur við þær og áður!!!

Jamm lífið er alltaf jafn yndislegt fyrir 2 og hálfs árs strák!!

Engin ummæli: