mánudagur, september 17, 2007

Hæ hæ
ég átti góða viku og góða helgi . Alltaf jafn gaman í leikskólanum mínum - krakkarnir alltaf jafn skemmtilegir og fóstrurnar :)
Laugardaginn fórum við mamma á rúntinn til Húsavíkur og til Mývatnssveitar. Langafi og langamma voru að kaupa sér sumaríbúð á Húsavík og kíktum við þangað. Svo hittum við afa og ömmu í sveitinni og Jenna í Belg..
Sunnudag hitti ég pabba og fórum við í sund. Og hitti Hörð afa á eftir. Var kátur með þetta allt saman.
Í dag sækir Þórey besta mig á leikskólann. Núna er mamma farin að vinna 2 daga í viku til 6. Sem betur fer ekki eins mikið og fyrir sumarið. Og kuldaboli farinn að gera vart við sig þannig ég var sko ekkert að malda í móinn þegar mamma klæddi mig í loðfóðruðu skóna mína og lambhúshettuna :) Gott að vera vel klæddur og vera úti í góða loftinu :)
eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander :)

Engin ummæli: