mánudagur, október 08, 2007


Jæja - eina ferðina enn er ég heima lasinn. Er með 38° hor og hæsi. Mamma ákvað í morgun með 5 kommur að taka ekki sénsinn og var það bara eins gott. Þessar mömmur vita ótrúlega margt..

Svo við erum búin að kubba. Mamma kubbaði handa mér hús fyrir bílana. Og síðan prentaði hún út myndir handa mér af þessari síðu: http://www.coloring-book.info/coloring/ til að lita. Þarna eru Bubba byggir myndir, Bangsimon og Stubbarnir (Teletubbies).

Við mamma áttum alveg frábæra helgi. Fórum í Fellshlíð á laugardaginn og gistum hjá Önnu og Hermanni. Mér finnst þau alveg frábær. Og sönglaði alla leið "í Fellshlíð í Fellshlíð"
Þau eiga dót og Hermann er svo góðu að leyfa mér að leika mér með vélsleða. Ég hljóp um allt hús og athugaði hvort hlutirnir væru ekki á sínum stað. Ó jú þeir voru það. Fellshlíð hefur róandi áhrif á okkur mömmu. Okkur finnst svo gott að koma þarna. Ég td sofna um leið og fer í rúmið þar. Núna var annað skiptið mitt að gista go ekkert mál!
Svo á sunnudag fórum við til afa og ömmu og viti menn- þegar ég er búinn með miðdegis lúrinn minn eru þá ekki langafi og langamma mætt á svæðið!! Ofboðslega var gaman að sjá þau. Ég dró langömmu inn í herbergið "mitt" og lokaði á eftir okkur. Ég vildi sko eiga hana alveg einn og útaf fyrir mig. Sýndi henni dótið mitt þar og bílana og bækurnar.
Já þessi helgi var alveg rosalega skemmtileg :) Núna vinn ég í því að batna, sennilegast fer ég ekki heldur í skólann á morgun, en vonandi á miðvkudaginn.
Eigið góðan dag
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: