þriðjudagur, mars 11, 2008

Hæ hæ !!!
Af okkur er sko allt gott að frétta !! Mamma bara í bloggleti þessa dagana. Nóg að gera hjá okkur. Við erum bæði hress, ekkert lasin sem betur fer. Það eru búin að vera brjáluð veikindi allt í kringum okkur en við sloppiði (7-9-13 haha)
Það er alltaf jafn gaman í leikskólanum. Ég er farinn að sýna vilja til að nota klóið meira, en ekki alveg tilbúinn að sleppa bleiunni alveg strax.
Ég er rosalega duglegur heima og vil helst hjálpa mömmu við allt. Td í morgun tilkynnti ég þeim á leikskólanum að ég ætlaði sko að elda í kvöld. Og er spurður hvað ég ætlaði að elda "fisk" og mamma spurði hvort hún ætti að taka út fisk fyrir mig að elda þá svara ég auðvitað "jáhá!!" (og ég tók út fisk kv mamma)
Vorum heima um helgina. Mamma var að vinna, og ég hitti pabba minn aðeins á laugardaginn. Og sunnudag vorum við mamma heima. Ég svaf í 3 tíma eftir hádegi á sunnudaginn svo það varð ekki mikið úr þeim degi hjá okkur. Ég bara þarf að hvíla mig fyrir næstu viku. Ég er hættur að skríða uppí til mömmu! Og við sofum bæði mikið betur fyrir vikið! Enda er ég búinn að vera í góðu jafnvægi og mér líður rosalega vel. Alltaf brosandi og hlæjandi og hlakka til að fara á fætur á hverjum degi!!
Vona að ykkur líði vel líka
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: