mánudagur, mars 31, 2008

Í Fellshlíð

Hæ hæ!! Það var eins og alltaf meiriháttar að koma í Fellshlíð!  Ég er svo hrifinn af Önnu frænku og Hermanni frænda. Blíðan tók líka vel á móti okkur - setti reyndar upp svip þegar hún sá mig "ó nei ekki enn einn krakkinn" en ég var svo rólegur og var ekkert að hamast í henni þar sem ég er vanur hundum.  Klappaði henni bara reglulega þegar ég gekk framhjá og húp var svo sátt við þetta hjá mér.  Hún er  hvolpafull og ætlum við að skoða þá þegar þeir koma - mánaðarmót apríl - mai! Hlakka ég til !!

Það er slatti snjór í Fellshlíð og ég fór á snjósleða !!! Í fyrsta skipti!! Mamma mátti bara keyra mig, og tvær ferðir voru alveg nóg.  En ég var svo stoltur og þetta var svo gaman!! Ætlaði svo reyndar með Hermanni á sunnudaginn en þá var svo mikið fjúk að ég hætti við.  Og það var ekki fræðilegur að tala mig tilbaka. 

Ég hjálpaði Önnu að baka pizzu! Fékk að fletja út og setja sósuna á og áleggið.  En fullorðnafólkinu fannst undarlega lítið af pyslum á annarri pizzunni... skil ekkert hvað þau meintu með því haha!!

Ég fékk að vaka til níu! Hermann á svo flott mótorhjól sem ég fæ alltaf að leika mér með, og núna gerði hann við fjarstýrðabílinn sem var búinn að vera bilaður í langann tíma.  Já það er svo gott að vera í Fellshlíð!

Var að sjálfsögðu duglegur að fara að sofa, og svaf vel. 

Nú er pabbi minn farinn í smá ferðalag.  Ég þarf víst að sofa margar nætur áður en hann kemur aftur.  Mamma er búin að skýra þetta mikið út fyrir mér.  En þó hann hafi þurft að fara í smá ferð þá er ég velkominn í heimsókn til Huldu, Tinnu og Töru sem er alveg frábært.  Og mamma spurði mig á sunnudaginn hvort ég vildi ekki kíkja í kaffi til þeirra.... ég snéri mér við og svaraði "nei ... bara vatn

Og að sjálfsögðu var gaman þar líka í gær.  Og var þreyttur og sáttur þegar ég fór að sofa í gærkveldi. 

Engin ummæli: