mánudagur, desember 08, 2008

Emil í Kattholti

hæ hæ!!

við mamma fórum í sveitina um  helgina og var afskaplega gaman!! Ég hafði hlakkað svo til að hitta afa og ömmu og ég lék á alls oddi þegar við komum.   Byrjuðum á að fara með súbbann upp í Grænar til að leyfa honum að standa inni og þiðna.  Svo var hann þrifinn með bónsápu og er hann svona líka glimrandi flottur á eftir !!

það var laufabrauðsgerð hjá afa og ömmu.  Og við mamma og amma fórum á Emil í Kattholti á Húsavík á laugardag.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í leikhús og ég skemmti mér konunglega.  Sátum á fremsta bekk sem var afskaplega gott - amma gat teygt úr löppunum, og mamma fékk næstum súpuskálina í hausinn, en það voru engir fyrir okkur.  Ég hélt reyndar fyrir eyrun þegar pabbinn gargaði "Eeeemiiiil strákskratti" En ég var afskaplega duglegur og skemmti mér rosalega vel!!!

Við mamma mælum með þessari sýningu!!

Svo var haldið áfram að skera og skemmtilega fólkið úr Lynghrauni kom! Ég fékk að vaka lengur! og var ég að horfa á fótboltann með Hirti! Sylvía og Áslaug komu líka og ég var afskaplega kátur að hitta alla.  Mamma og Áslaug klipptu mig svo á sunnudag! Sylvía frænka er alltaf svo vel klippt, Áslaug á heiðurinn af því. Mamma byrjaði og Áslaug kom henni til bjargar :o)

Auðvitað var farið í fjárhúsin  um helgina og kíkt á Jenna.  Gaf Rindli brauð og Lukku minni.  Hún vonandi gefur mér lömb í vor!

Já ég var alsæll með helgina og mamma líka.  Við áttum góða og notalega stund heima í gær.  Ég fékk td að opna dagatalið mitt - átti 3 óopnaða daga he he !

Vonandi áttuð þið góða helgi líka - ykkar Gabríel Alexander

gah_23.11.08

Engin ummæli: