þriðjudagur, desember 02, 2008

Foreldrakaffi

hæ hæ

aftur lætur mamma líða heila viku án þess að setja inn smá pistil.  Kannski vegna þess að að það er lítið að frétta.  22 dagar í jól, sem þýðir 22 dagar í afmælið mitt og ég er farinn að telja niður með aðstoð jóladagatals :o)

Við erum hress og hraust, og nóg að gera.  Það var foreldrakaffi á föstudaginn síðasta með kaffi og bakstri sem við krakkarnir gerðum.  Mamma og pabbi mættu bæði.  Ég varð rosalega ánægður með að hafa þau bæði þarna og var alltaf að skipta um læri til að sitja á.  Og það endaði þannig að ég neitaði að fara og leika bolann í "Baulaðu nú Búkolla mín"

Og þá um helgina var ég hjá pabba.  Og við fórum til Reykjavíkur að sækja hana Þrumu.  Ég er voða hrifinn af henni og búinn að segja mömmu minni allt um hana.  Og vonandi er í lagi að hún noti mynd sem pabbi á af mér hérna með henni :)

þrumuferð 019

Annars er ég bara kátur.  Við mamma settum upp smá aðventudót - þe mamma setti upp og ég snérist í hringi.  Og talaði stanslaust.  Næstu helgi er áætluð laufabrauðsgerð og að fara í í leikhús - sjá Emil í Kattholti á Húsavík! Það verður nú gaman!!

Engin ummæli: