mánudagur, apríl 27, 2009

Sveitin um helgina – gullkorn

Við mamma áttum langa helgi saman.  Fórum í sveitina á miðvikudag, sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn.  Og mamma fékk frí í vinnunni á föstudag.  Við áttum góða daga, fórum í sund og lónið.  Við  mamma keyptum okkur vatnsbyssur í tilefni sumarssins.  Flottar byssur úr rúmfó með pumpu.  Og við í sund með þessar og það var rosalega gaman hjá okkur! Amma mín kom með og við skemmtum okkur rosalega vel.  Fórum líka í lónið og þar var sko hægt að leika sér með vatnsbyssurnar !

þegar við vorum komin heim úr sundi á sumardaginn fyrsta var ég eitthvað að leika mér með byssuna og var með hana inni í sjónvarpsherbergi, og hvað haldiði ; ég óvart sprautaði á ömmu sem sat í mestu makindum þar inni og var að slappa af.  Hún gólaði ekkert smá mikið ha ha ha – en þetta var alveg óvart – það átti ekki að vera neitt vatn í byssunni. 

Seinna var ég að leika mér inni í herberginu þeirra ömmu og afa.  Amma var þar inni og var að lesa og ég að spjalla við hana.  Svo tala ég um að ég sé sybbinn og vill slökkva ljósin, og slekk á afa lampa, fer niður úr rúminu til að slökkva loftljósin og bið ömmu um að slökkva á sínum lampa.  Þá tek ég eftir því að amma á nýjan lampa.. “amma nýtt ljós.. “ og labba aðeins áfram en mundi svo ekki að ég var að fara að slökkva ljósin sjálfur og spyr með stóru bláu augun mín … “amma hvert var ég að fara… ???”

Þegar við mamma og amma vorum á leiðinni í Lónið þá erum við að spjalla um skóla og skólamál.  Ég td var alveg harður á því að Sylvía Ósk væri í leikskóla.  Og mamma var að útskýra fyrir mér að ég væri í leikskóla, svo þegar ég yrði stærri þá færi ég isvona stóru krakka skóla eins og Hjörtur Smári væri í, og því næst þegar ég yrði jafn stór og Sylvía þá færi ég í enn stærri skóla.  Og ég byrjaði að telja upp ferlið á skólunum og endaði svo á að segja: “Þegar ég verð hundur þá fer ég í hundaskóla..”

GAH i glugga

1 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Hundaskóli haha :)