föstudagur, apríl 03, 2009

Pabbahelgi – Vestmannaeyjar

hæ hæ! Já loksins kom þessi dagur sem ég er búinn að bíða eftir.  Pabbi kom og sótti mig í skólann í gær.  Og ég er að fara í ferðalag með honum og öllum í Grænugötu í dag og komum ekki heim fyrr en á mánudag!  Atli Freyr stóri bróðir verður nefnilega fermdur á laugardaginn úti í Vestmannaeyjum og ætlum við að vera viðstödd :)

Mamma sótti mig á miðvikudag og við fórum og leituðum að heyrnatólum á mp3 spilararnn hennar.  Hún setti inn í hann fullt af Disney sögum; krókur á kreiki (Cars) og Bolt, Valla Vélmenni og Mugga Mörgæs svo eitthvað sé nefnt.  Verður fínt að hafa þetta á eyrunum td þegar ég fer í flugvélina þar sem ég er svo hávaðahræddur.   Já ég fer í flugvél út í eyjar !
Og svo hafði mamma keypt handa mér nýja skó.  Verð auðvitað að vera fínn í veislunni og hún keypti handa mér svona góða strigaskó og það er mynd af fótbolta á hliðinni á þeim og viti menn ; það koma ljós á þá! ég hljóp í þeim  um alla íbúð frá því við komum  heim þar til ég fór að sofa.  Og þeir fengu heiðurssess við rúmið mitt yfir nóttina.  Mamma segir ég megi nota þá inni á meðan snjórinn er og svo í sumar þá geti ég farið í þeim í skólann!

Ég er allavega kátur strákur.  Og óska ykkur öllum góðrar helgar!

DSC00499

Engin ummæli: