mánudagur, júlí 20, 2009

Nikulásarmót

hæhæ !! ég er mættur í leikskólann.  Kennarinn sagði að það yrðu nú ekki mörg börn í skólanum þessa vikuna – kannski um 17-20 á öllum skólanum.  Rólegt og notalegt !

Ég var mjög kátur í morgun, ætlaði að byrja með "vil bara vera hjá þér… “ við mömmu en hún minnti mig á að við vorum búin að ræða þetta, og það yrði gaman hjá mér .   Svo fórum við í kapp hvort okkar yrði á undan í gluggann að vinka; ég inni í stofu og hún úti á gangstétt.  Ég vann haha. 

Við mamma vorum í útilegu um helgina.  Mamma sótti mig til afa og ömmu á föstudag.  Mikið var gott að sjá hana!  Við fórum í lónið með ömmu og smurðum nesti fyrir útileguna.    Og við fórum sá laugardagsmorgun á Ólafsfjörð.  Þar var Nikulásarmótið og Hjörtur Smári var að keppa.  Ég horfði spenntur á og hvatti frænda minn !

Um kvöldið  var kvöldvaka með Sveppa og Villa Naglbít.  Og svo kom flugvél og dreifði karamellum yfir liðið.  En ég fékk enga, varð svolítið svekktur.  Mamma reddaði því með að gefa mér nammi í tjaldinu á eftir.  Og ég fékk kakó hjá Lárusi og Þórhöllu í þeirra tjaldvagni.  Mér þótti spennó að fara í heimsókn til þeirra í vagninn. 

Var orðinn svolítið þreyttur á sunnudag og var ekki með sama áhuga á að horfa og á laugardeginum.   En Hjörtur og liðið hans stóðu sig rosalega vel og urðu í 2. sæti í sínum flokki !

Ég var svo kátur að koma heim í gær.  Ég er ekki búinn að vera heima hjá mér í tvær vikur.  Og varla neitt þessar 5 vikur sem ég var í fríi :o)   Svo ég fékk hálfgert spennufall.  Réðst í allt dótið mitt, lék mér með allt, gjörsamlega.  Svo þegar klukkan var hálf átta þá bað ég um að fá að fara að sofa.  Við burstuðum, mamma las bók og ég var sofnaður átta.  Afskaplega hamingjusamur með allt saman!!

Mamma er búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí

gah_hjortur_sylvia_aslaug

Engin ummæli: