föstudagur, september 04, 2009

Bakstur, pizza og ís !

hæ hæ !

á miðvikudaginn spurði ég mömmu af hverju ég fengi aldrei að baka sjálfur ! Ég vildi sko fá að baka sjálfur mína köku.  Við mamma vorum nefnilega að spukulera í að baka skinkuostahorn og vorum í bónus að ná í það sem vantaði fyrir þau.  Mamma mín ráðagóða greip Betty Crocker pakka og rétti mér “ viltu baka svona” og ég þyrlaðist um búðina af kátínu og æsingi yfir að loksins mátti ég baka alveg sjálfur köku !

Mamma tók til hrærivélina, setti eggin í skál, mældi vatn og olíu og rétti mér þetta allt á bekkinn.  Og ég setti allt saman í hrærivélina og hrærði saman.  Setti í mótið sjálfur og fékk að setja í ofninn sjálfur.  (mamma tók úr ofninum hins vegar) en ég var sáttur; ég hafði bakað alveg sjálfur. Mamma hrærði svo í súkkulaði til að setja ofaná og ég slétti úr því.  Svo hafði mamma keypt handa mér skrautsykur til að setja ofaná og ég skreytti alveg sjálfur !  þessi kaka var bökuð alveg af mér – og ég er svo ánægður með árangurinn.  Mamma bakaði líka skinkuostaorn og ég fékk að rúlla upp öðrum helmingnum.  Mamma segir þetta rosa flott hjá mér, en ég veit að þau eru svolítið skökk og snúin; öðruvísi útlítandi en mamma segir þau smakkast bara enn betur fyrir vikið. 

Í gær komu svo Sylvía og Áslaug og borðuðu með okkur pizzu.  Mamma hafði fyllt út sitt stimpla blað um að bakka ekki á bíla fyrir utan búðina og hún hafði ákveðið að verðlaunin yrðu pizza.  Og mamma fór svo út og hitti vinkonur sínar á kaffihúsi og ég varð eftir hjá Sylvíu go Áslaugu.  Fengum okkur ís og köku og ærsluðumst fram eftir ! Ég var svo steinsofnaður þegar mamma kom heim um ellefu.  En mikið var gaman hjá mér !

í dag er ég að fara til pabba og verð þar um helgina ! 
eigið goða helgi !

Engin ummæli: