miðvikudagur, september 02, 2009

Duglegur strákur

Við mamma erum að vinna í betl málunum mínum.  Og í “að ganga frá” málum.   Ég fæ stimpil ef ég er duglegur og betla ekkert í búðuðm og stimpil ef ég tek til og geng frá eftir mig; ef ég er duglegur og nöldra ekki…

Og í gær fékk ég 5ta stimpilinn minn og verðlaun :

gah_verdlaun Þess má geta að ég kom sjálfur með þá hugmynd að mamma fengi líka stimpla blað og ég vildi að hún fengi stimpil í hvert skipti sem hún færi í búðina og bakkaði ekki á aðra bíla ! Hún á eftir 2 stimpla til að fá sín verðlaun. 

( kveðja frá mömmu:  þetta stimpla kerfi er alveg að virka – Gabríel er miklu rólegri í búðum, þægur og kátur.  Og  hann fékk líka um helgina smá óvænta glaðninga og hann var virkilega kátur með það.  Ef hann betlar þá er bara enginn stimpill, ég er ekki með refsingu, hann bara fær ekki nýjan stimpil.
Tiltektin er alveg að koma, hann gerir þetta ekki alveg ennþá óumbeðinn en hann gengur afskaplega vel frá og tekur flott til hjá sér þegar ég minnist á það)

Engin ummæli: