mánudagur, október 19, 2009

hæ hæ !

við mamma áttum snilldar helgi saman! Byrjaði á að á föstudag þá óvænt hittum við afa og ömmu! Þau kíktu í smá heimsókn og ég fékk smá glaðning og var algjör tískutappi – þvílíkt sáttur og kátur :o)

Við mamma hjálpuðumst að við að baka pizzu, og vorum svo með vídeókvöld. Þá fæ ég að vaka aðeins lengur og við hjúfrum okkur saman með popp og kók og horfum á einhverja skemmtilega mynd sem ég fæ að velja. Ég elska þessi kvöld því ég fæ aldrei annars kók heima. Og ég valdi myndina Bílar, með Leiftri McQueen, uppáhalds myndin mín!

Og þegar ég var að fara að sofa þá knúsaði ég mömmu og þakkaði henni fyrir vídeókvöldið okkar!

Við vorum heima þessa helgi. Ég vaknaði snemma á laugardag, lék mér með dótið mitt og naut þess að vera heima. Um hádegi tókum við okkur til og hittum Júlíus, Freydísi mömmu hans og Guðbjörgu systur hans í bíó. Fórum að sjá Skellibjöllu. Og mér fannst hún skemmtileg! Sat og horfði og skemmti mér vel!

Svo fórum við á kaffihús og hittum þar Elísu vinkonu mömmu og frænku hennar ! Og Elísa gaf okkur Júlíusi mótorhjól !!! Vá vá vá ! ekkert smá kátur ég ! – mótorhjólið fékk sko að sofa hjá mér um nóttina ! Ég fékk köku með nammi !

Á sunnudag sóttum við Jóhannes og fórum á fótboltaæfingu kl 10. Jóhannes kom svo með mér heim á eftir og við lékum okkur fram að hádegi.

Æfingin gekk ágætlega. Ég skemmti mér allavega mjög vel. Við vorum svolítið mörg og þjálfarinn réði ekki eins vel við okkur. Hann líka talaði um að koma með einhvern honum til aðstoðar í næstu viku. Við Jóhannes vorum eins og samlokur, skiljanlega. Við ræddum um það í bílnum á leið á æfingu að vera saman í liði. En þjálfarinn sá að við vorum ekki eins duglegir saman og í sundur. Svo hann setti okkur í sitt hvort liðið. Þá urðum við allt í einu voða þreyttir, þyrstir og þurftum að pissa…. og fórum af vellinum… Mamma gat ekki annað en brosað út í annað..

En svo áttum við mamma voða góðan rólegan sunnudag. Fékk að kíkja í tölvuna, las, litaði og við kubbuðum.

kveðja
Gabríel :O)

Engin ummæli: