þriðjudagur, júní 08, 2010

Kjarnaskógur

hæhæ

var rosa gaman í gær. Fórum með Júlíusi og þeim í Kjarnaskóg.  Við Júlíus og Guðbjörg Inga máttum vaða og leika okkur á meðan mamma og Freydis (mamma Júlíusar og Guðbjargar) kjöftuðu og hituðu grillið. 

Ég settist í lækinn og varð rassblautur og það var rosa gaman ! Mamma hafði með auka föt svo þetta var allt í lagi :o)

Svo voru grillaðar pilsur og við borðuðum úti.  Var svo gott veður og svo hlýtt.  Vorum í Kjarna næstum fram að háttatíma, enda þegar við komum heim fór ég í sturtu, burstaði go mamma las eina bók fyrir mig og ég var sofnaður þegar mamma kíkti á mig 5 mín yfir átta :o)

Mér er mjög heitt.  Ég átti smá erfitt með að sofa því mér er bara of heitt.  Mamma opnar alla glugga og hefur hurðina mína opna svo það flæði vel um herbergið mitt.  En ég er heitfengur og á auðvelt með að verða of heitt. Enda fór ég í stuttbuxum í skólann í morgun :o)

GAH_Kjarni 06.07.10

Engin ummæli: