miðvikudagur, júlí 27, 2005

Halló kæru vinir og vandamenn. Við erum loksins komin heim. Vorum á Akureyri í viku hjá Herði afa. Reyndar var hann ekki heima, en hitti hann samt smá. Gott að vera komin heim, þó svo ég hafi ekkert verið leiður á ferðalaginu. Hins vegar máttu tennurnar sem eru að koma núna alveg mátt bíða þar til eftir ferðalagið. Hiti og tennur eiga ekki vel saman.
En allavega - við fórum suður í Varmaland og hittum fullt af fólki. Ættarmót ættar pabba og Harðar afa. Þar fékk ég loks að hitta fólk sem hefur sent mér gjafir, skrifað í gestabókina hérna, og fylgst með mér frá því ég kom í heiminn. Það var rosalega gaman að hitta allt þetta fólk. Vona að ég fái að hitta fólkið oftar í framtíðinni.
Afi Hörður gaf mér ferðarúm í skírnargjöf, og það var rosalega gott að sofa í því, mamma og pabbi geta sem sagt flakkað með mig og ekki haft neinar áhyggjur af því hvar og hvernig ég muni sofa! Og svo fékk ég hlaupagrind, og ég er sko búinn að fatta hvernig ég kemst áfram í henni, og núna er mamma búin að fjarlægja alla dúka og teipa niður snúrur. Hendurnar mínar eru sko alveg virkar! Gaman að vera til!!

Engin ummæli: