sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hæ hó
nú er ég lítill lasarus :( Var heima sl föstudag með hita og hósta og hor. Í dag kom Magnús afi og Sigga amma til að hlusta mig, og afi vill að mamma komi með mig á stofuna til hans á morgun. Eitthvað hljóð sem afi var ekki hrifinn af, en sagði það ekkert alvarlegt. Sagði þetta astma sem fylgdi þessari ljótu flensu sem hefði verið búin að ganga! Ohh.. ekkert gaman.
Annars hitti ég afa og ömmu úr mývó á föstudag, þau voru í bæjarferð svo það var lán í ólánið að ég var lasinn, annars hefði ég ekki hitt þau. Og það er svo gaman að sjá þau! Og svo komu þórhalla frænka og Lárus frændi í gær! Þau voru hérna á eyrinni að búða, og smkv öllu þá hafði það gengið bara ágætlega :)
en ég er sem sagt heima lasinn. horfi á bubba byggir og drekk mikinn vökva - og mamma lætur stíla í bossann, ég er náttla ekki að samþykkja það hljóðalaus en mér líður alltaf betur á eftir.. skrýtið!

Engin ummæli: