Leikskólinn var skemmtilegur á mánudaginn og þegar ég kom heim var mamma komin og tilbúin með dótið okkar þar sem við fórum aftur til afa og ömmu. Frí í gær svo við nutum veðurblíðunnar aftur í sveitinni! það er svo gaman að vakna í fuglasöng, fara út í sólina á bolnum og sokkabuxunum og henda sér í sandinn og byrja að moka. Ég sko neitaði alveg að fara í stuttbuxur. Ekki að ræða það!
Svo heimkomin í gær grilluðum við á svölunum! Já grillið okkar virkar! og ég fékk grillaðar pylsur og tómastsósu!!

Frétti af því að Þórhalla frænka hafi sett upp trambólínið þeirra í gær. Og mamma var að fara þegar hún frétti það - núna hlakka ég sko til að fara í sveitina næstu helgi og hoppa þar!!!
Í dag á Flúðum fórum við í gönguferð í morgun upp á klappir fyrir ofan Pálmholt, sól og blíða!! Mamma setti mig í skólann í "ljósaskónum" en vonandi hefur hún keypt almennilega skó á mig í dag! (sem ég gerði-kv mamma) og mamma fann mynd af mér í göngutúrnum!!

Engin ummæli:
Skrifa ummæli