sunnudagur, maí 27, 2007


halló halló!!! er hjá afa og ömmu í sveitinni - alveg rosalega gaman. Fann kassa undir rúmi sem amma hafði gleymt og í honum var playmobil dót sem mamma mín hafði átt !! Fór í fjárhúsin með mömmu og afa. Þar voru fullt af lömbum. Ég reyndar hafði nú ekki stóran áhuga á þeim þar sem traktorinn hans Jenna var í hlöðunni, og það er svo flottur traktor maður lifandi.!!!!

- nokkur orð: liggina = sængina / papei = sjónvarp / laggana = krakkana / lalli = svali / gablabb = Gabríel.

þetta eru svona orð sem mömmu og ömmu finnst afar gaman að - en ég er farinn að tala rosaelga mikið! og apa nú allt eftir öllum. Meira segja farinn að mynda 3 orða samsetningu!!

Já og er farinn að halda lagi, kann Bubba byggir lagið og svo syng ég mikið. Mamma þekkir nær alltaf lagið sem ég syng!!
Svo lesum við mamma mikið! Mamma skráði mig í Bókaklúbb Disney og fæ ég alltaf rosalega flottar bækur í hverjum mánuði. Svo gaukar hún að mér einni go einni bók. Mér þykir alveg jafn skemmtilegt að fá bók eins og bíl! - sérstaklega ef henni fylgir samverustund okkar mömmu á kvöldin þegar við sitjum saman og lesum ´bók fyrir svefninn, en það gerum við á hverju kvöldi! Mamma man ekki hvenær hún byrjaði á því að lesa fyrir mig en ég var rosalega lítill.
Í næstu viku byrjar mamma á að vinna bara til fimm. Hún kemur og sækir mig í skólann - hlakka svo rosalega til!! Þórey er hætt að passa mig, byrjuð í prófum. Vonum að henni gangi vel!! Ég á eftir að sakna hennar!
Annars biðjum við kærlega að heilsa og endilega kvittið í gestabókina :)
knús úr sveitinni :)

Engin ummæli: