Hæ hæ !! Ekki mikið að gerast nema ég er lasinn :( var heima með mömmu miðvikudag og fimmtudag, og mamma varð að fara í vinnu föstudag og keyrði mig til afa og ömmu. Svo kom mamma mín til okkar aftur föstudagskvöldið og héldum við að ég yrði nú hress, en þá tók einhver hiti við og varð ég eftir í gær. Er í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu. Fullt af gröfum að vinna hinum megin við götuna hjá ömmu og ég get staðið í glugganum og horft.
Ég er svo heppinn, því Sylvía og Hjörtur Smári lánuðu okkur ömmu kubba sem þau léku sér með þegar þau voru lítil, og þessir kubbar hafa ílengst hjá ömmu. Og hef ég nóg að gera!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli