sunnudagur, apríl 20, 2008

Sunnudagur til sólar

ó já! það er sól og blíða úti.  Ég vaknaði ekki fyrr en um átta eftir langan og góðan dag í gær.  Ég kom heim rétt fyrir átta og var þá ekki alveg á að fara að sofa enda bara allt í lagi -  við mamma sátum og áttum okkar stund saman.  Ég sagði henni sögur og bjuggum til hús úr sængunum okkar og fengum okkur flögur og svala :)

Og ég já svaf til átta í morgun - og vaknaði svona kátur með lífið - enda hvernig er hægt annað þegar sólin skín inn um Bubba Byggir gluggatjöldin mín og ég heyri í fuglasöng? Nú á fætur og lék mér heillengi áður en ég skreið uppí til mömmu - sem var þá vöknuð (hún vaknar venjulega um leið og ég byrja að tala í leik á morgnana)

Morgunmatur og í sund - sem er frábær leið að byrja daginn.  Svömluðum í sundi til nærri ellefu! Ég get sko farið í gulu rennibrautina sjálfur.  Mamma bíður eftir mér grípur mig.  Ég er svo stór að ég get þetta alveg sjálfur og það er svo gaman!!

DSC00300Næst í Brynjuís.  En þangað förum við ekki aftur - ísinn var allt of kaldur og ekkert ísbragð - frekar eins og klaki, eða svona með frostkurli í, en við skemmtum okkur vel í sólinni.  Ég skutlaði í mig súrmjólk þegar heim kom og var sofnaður fyrir hálf eitt.

Náðum 15:20 sýningu í Borgarbíó á Bubba Byggir í vilta vestrinu.  Það var snilldar gaman! Ég fékk kók og nammi eins og síðast - enda er þetta nánast eina skiptið sem ég fæ kók.  Ég náði ekki að sitja heila myndina - enda var ekkert hlé og ég fékk ekkert að hlaupa - síðast þá var hlé og það hjálpaði til.  En það var rosalega gaman.  Tók reyndar smá óþægðarfrekjukast á leðinni út og í bílinn - vildi ekki út þarna og neitaði að leiða mömmu yfir götuna og var bara með óþægðarstæla.  Endaði með óþægðina mína og frekjukastið í herberginu mínu þegar heim var komið.  Kom svo fram "ég vil ekki vera óþægur kenjakrakki mamma mín" og hljóp í hálsakot.

Núna grilluðum við kjúlla og pyslur og borðuðum í stofunni - það er sko það skemmtilegasta :) Mér finnst svo gaman að grilla - vil hjálpa til - halda á skálinni með matnum út og inn aftur - og fylgjast með (úr góðri fjarlægð) kjötinu á grillinu.  Svo borða ég hann með mestu og bestu lyst.    

Já yndisleg helgi að baki - vona að þið hafið átt góða helgi líka :)

Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: